Skopp er skemmtilegur staður til að halda upp á afmæli.
Við bjóðum foreldrum og forráðamönnum að njóta sín á meðan við sjáum um að afmælisveislan verði frábær skemmtun!
Lágmarksfjöldi til að halda uppá afmæli eru 10 gestir.
ATH! afmælin eru bara fyrir 6 ára og eldri.
Afmælispakkinn inniheldur:
- 60 mínútur frjálst hopp
- Skopp sokka
- Frostpinnar
- Pizza (2 sneiðar á barn)
- Safi
- Afmælisgjöf frá Skopp til afmælisbarnsins
3.950 KR Á MANN
* Hægt er að bæta við auka pizzu fyrir kr. 2.200.-
*heildartími er ein og hálf klukkustund.
Í boði er koma með köku sem og annað meðlæti með veitingunum (t.d. ávexti, snakk eða popp). ATH ef komið er með köku sjálft þarf að koma með diska og gaffla/skeiðar fyrir kökuna.
Ath. að Afmælið er ekki staðfest fyrr en að starfsmaður Skopp hefur sent staðfestingarpóst þess efnis. Fylltu út formið hér fyrir neðan. Við gefum okkur allt að 24-48 tíma til þess að svara bókunum & fyrirspurnum
ATHUGIÐ: Ekki er hægt að bæta við fjölda gesta eftir að bókun hefur verið gerð, einungis hægt að tilkynna forföll. Bókað er því fyrir heildarfjölda sem boðið er.