Ef þau geta gengið,
geta þau hoppað!
Krakkatímar eru sérstakir tímar fyrir 0-5 ára börn þar sem þau fá að njóta sín í stóra garðinum.
Krakkatímar eru á laugardögum og sunnudögum frá 10-12.
Við viljum að yngri skopparar geti haft garðinn algjörlega út af fyrir sig. Það að hoppa og skoppa innan um marga hoppara sem vilja hoppa með látum og gera allskonar flókna hluti í loftinu getur verið yfirþyrmandi fyrir yngri og lágvaxnari hoppara. Upplifunin í Skopp á að vera skemmtileg og ánægjuleg fyrir alla og þess vegna bjóðum við upp á þessa sérstöku krakkatíma.
1 foreldri/fullorðinn þarf að fylgja börnum frá 0-5 ára inn í garðinn en fær á móti frítt inn. Hvert foreldri getur fylgt allt að tveimur börnum inn.
*0-3 ára börnum er ekki hleypt í stóra garðinn utan krakkatíma, bóka þarf fyrir þau á BarnaSkopp svæðið okkar.
Allir sem skoppa verða að vera í Skopp sokkum og kostar parið 599 krónur.