Fara í efni

Rafrænt klippikort!

Þú kaupir 10 skipta klippikort og færð það beint í veskið í símanum. 

1 par af Skopp sokkum fylgir hverju keyptu klippikorti.

Skoða hér

Sólon skoppar

Sólon kemur og skoppar með í krakkatíma sunnudaginn 13.10.24 frá kl 11:00

Skoppaðu með


Skoppandi afmæli 

Losaðu þig við vinnuna við það að halda afmælið heima og haltu afmælið hjá okkur þar sem allt er til alls.

Þú þarft einungis að mæta og njóta meðan börnin þjóta.

Nánari  upplýsingar

Skoppvikan

Sun. 13. okt.
Krakkatími 10-12
Frjálst hopp 12-18
Mán. 14. okt.
Opið frá 16 til 19
Þri. 15. okt.
Opið frá 16 til 19
Mið. 16. okt.
Opið frá 16 til 19
16-19
Magnaður miðvikudagur
Magnaður miðvikudagur - þú færð 2f1 á miðvikudögum ef greitt er á staðnum.
Fim. 17. okt.
Opið frá 16 til 19
Fös. 18. okt.
Opið frá 16 til 19
Lau. 19. okt.
Krakkatími 10-12
Frjálst hopp 12-18
  • Skopp

    Trampólíngarðurinn á Dalvegi sem hefur verið einn vinsælasti áfangastaður krakka á öllum aldri í gegnum árin hefur fengið nýtt og alíslenskt nafn. Nýja nafnið er einfalt og auðskiljanlegt - Skopp. Auk nýja nafnsins mun Skopp frumsýna ný og spennandi tæki fyrir alla aldurshópa á árinu 2023.

    Þrjú ný og skoppandi skemmtileg tæki líta dagsins ljós á árinu. Gagnvirkur og uppblásinn fótboltavöllur, nýr og glæsilegur klifurveggur og síðast en ekki síst - magnað ævintýraland ætlað yngsta aldurshópnum. Fótboltavöllurinn er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Spilað er á uppblásinni dýnu og skotið á gagnvirk skotmörk sem eru staðsett inni í mörkunum. Nýji klifurveggurinn inniheldur þrjár miserfiðar klifurleiðir og er hannaður í samstarfi við Benjamin Mokry, framkvæmdarstjóra Klifurhússins. Þar sem gamli klifurturninn var áður mun svo rísa stórglæsilegt ævintýraland fyrir yngri aldurshópa. Framleiðandi ævintýralandsins er hollenskt fyrirtæki sem er fremst á sínu sviði í hönnun öruggra leiktækja fyrir börn.

    „SKOPP ER AÐ HOPPA, VELTAST EÐA RENNA OG LYFTAST ÖÐRU HVERJU FRÁ JÖRÐU“